fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ralf Rangnick leggur til að United ráði þennan fyrir Amorim

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralf Rangnick, fyrrverandi tímabundinn stjóri Manchester United, hefur áður gefið sterklega í skyn hver hann teldi henta best til að taka við stjórnartaumunum á Old Trafford ef Ruben Amorim yrði látinn taka pokann sinn.

Amorim, 40 ára, er undir mikilli pressu eftir dapurt gengi United það sem af er þessu tímabili. Liðið tapaði 3-1 gegn Brentford um helgina og er nú í 14. sæti eftir aðeins tvo sigra í fyrstu sex deildarleikjum. Þá er liðið þegar fallið úr deildarbikarnum eftir niðurlægjandi tap gegn Grimsby.

Amorim heldur þó fast í 3-4-3 kerfið þrátt fyrir harða gagnrýni og vonlausa frammistöðu liðsins. Margir telja að brottrekstur hans sé aðeins tímaspursmál.

Þrír mögulegir arftakar hafa verið nefndirm Gareth Southgate, Oliver Glasner og Andoni Iraola. Rangnick, sem stýrði United tímabundið 2021/22, virðist helst styðja Glasner, núverandi stjóra Crystal Palace.

Rangnick þekkir Glasner vel hann réð hann sem aðstoðarþjálfara hjá Red Bull Salzburg árið 2012 og hefur lýst honum sem „einum mest spennandi þjálfara Evrópu.“

Glasner hefur sannað sig með titla í bæði Austurríki og Þýskalandi og vann FA bikarinn með Palace árið 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið