fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Arnari heitt í hamsi eftir ófarirnar í gær – „Þorir ekki að taka erfiðar ákvarðanir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. september 2025 11:00

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur fór langleiðina með að kveðja toppbaráttu Bestu deildar karla er liðið tapaði 2-0 gegn Fram í gær. Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður liðsins, telur að skipta þurfi um þjálfara eftir tímabil.

Valur hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Víkings og hefur einnig spilað leik meira. Val gekk vel lengi vel framan af móti en undanfarið hefur allt hrunið. Margir klína því á meiðsli Patrick Pedersen og Frederik Schram, sem komu í kjölfar þess að miðjumaðurinn Tómas Bent fór á miðju tímabili.

„Mér finnst mikil einföldun að segja þetta bara tengjast því að Tómas Bent hafi farið. Þetta segir mér það að undir niðri var bara meðal-fótboltalið. Þetta er búið að vera bitlaust og mér finnst eins og Túfa þori ekki að vera þjálfari Vals,“ segir Arnar Sveinn í Dr. Football.

Hann útskýrði sitt mál og talaði til dæmis um upplegg Vals í 1-0 tapi gegn Vestra í bikarúrslitunum fyrr í sumar.

„Hann þorir ekki að taka erfiðar ákvarðanir. Við getum talað um bikarúrslitaleikinn, liðsuppstillingin öskrar: Við ætlum að vera passívir. Á móti Vestra, þar sem þú átt að vera miklu betra liðið. Breiðablik í síðasta leik, 4-1 tap á útivelli gegn ÍBV, jafnteflið við ÍA. Mér finnst þetta ítrekað lélegt,“ segir hann og enn fremur að hann sjái ekki aðra leið en að skipta um þjálfara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal