fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Landsliðsmaðurinn segir framfarirnar augljósar og tekur dæmi – „Stefnan er klárlega sett á HM“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 28. september 2025 17:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon landsliðsmaður segir ljóst að miklar framfarir hafi orðið á íslenska liðinu frá því Arnar Gunnlaugsson tók við sem þjálfari.

Sævar fór um víðan völl í Íþróttavikunni á 433.is fyrir helgi og var meðal annars komið inn á landsliðið. Ísland vann 5-0 sigur á Aserbaísjan og tapaði naumlega fyrir Frökkum í síðasta landsliðsverkefni.

„Við sýndum klárlega framfarir. Við skorum til dæmis mark efir pressu á móti Frökkum en vissum líka hvenær við ættum að detta niður og leyfa þeim að stýra leiknum. Ég sé þvílíka bætingu,“ sagði Sævar.

Leikirnir voru liður í undankeppni HM og framundan á næstu vikum eru afar mikilvægir heimaleikir í sömu keppni, fyrst gegn Úkraínu og svo Frökkum.

„Það eru tveir heimaleikir núna, sem verður geðveikt. Þetta eru ekki margir leikir svo hver leikur er mjög mikilvægur. Þetta er ungt lið sem er að þroskast og læra inn á það sem Arnar og Davíð vilja. Stefnan er klárlega sett á HM,“ sagði Sævar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot