fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ræddu alvarlega stöðu í Vesturbæ – „Aðrir þyrftu að skammast sín“

433
Fimmtudaginn 25. september 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um stöðu KR í Dr. Football hlaðvarpinu og þá staðreynd að líkur séu á því að liðið falli úr Bestu deild karla, fjórar umferðir eru eftir í deildinni og stórveldið situr í fallsæti.

Vesturbæjarliðið hefur ratað í mikil vandræði í su mar en Óskar Hrafn Þorvaldsson réðst í miklar breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir tímabilið.

„Þetta er risa frétt í íslenskum fótbolta og íþróttum ef KR fellur, og ef þessi leikur fer á versta veg gætu þeir verið fjórum stigum frá öruggu sæti,“ sagði Hjörvar Hafliðason um stöðu mála í KR, en hann var leikmaður félagsins á árum áður.

Jón Kári Eldon stuðningsmaður liðsins var mættur sem gestur og sagði. „Ég átta mig á því að við erum í fallbaráttu en ég er brattur. Ég hef trú á þjálfaranum og trú á því að liðið stígi upp á laugardag og sæki þrjú stig á Akranesi,“ sagði Jón Kári og taldi að KR myndi halda sér uppi með þremur sigrum í röð núna.

Hrafnkell Freyr Ágústsson var einnig mættur og setti spurningarmerki við það að treysta á Halldór Snær Georgsson sem markmann liðsins. „Mér fannst það áhugavert að fara í Halldór og hugrekki í því, ég hefði alltaf sótt öryggi í markið.“

Hann segir að flestir leikmenn KR þyrftu að taka fallið á kassann ef þeir færu niður. „Það er bara Aron Sig sem ætti að fara ef KR fellur, þá er hann eini sem væri skiljanlegt að færi. Aðrir þyrftu að skammast sín og koma liðinu aftur upp,“ segir Hrafnkell.

Jón Kári er ekki á þeim buxunum að hugsa út í að liðið falli. „Ég er ekki þar að fara að hugsa hvað gerist ef við föllum, ég lifi í núinu. Liðið fær 2,5 mark á sig í leik og það er erfitt að vinna leiki þá,“ sagði Jón.

Formaður knattspyrnudeildar KR, Magnús Orri Schram, lét þau orð falla á dögunum að það væri ekki heimsendir ef liðið myndi falla.

„Ég er ekki sammála þessum orðum formannsins, það eru stórar breytingar í félaginu. Það hefur verið þjakað af aðstöðuleysi, það er búið að vera að taka til í yngri flokka þjálfun. Óskar hefur verið að vinna þá vinnu, það er verið að vinna flott starf. Það er ekki að ganga eins vel og við hefðum viljað í meistaraflokks fótbolta,“ sagði Jón Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur