fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Er þetta vandamál á Íslandi? – Ritstjórinn segir að ein skærasta stjarna heims fengi ekki traustið hér á landi

433
Miðvikudaginn 24. september 2025 08:30

Lamine Yamal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla er ekki beint þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum traustið og var komið inn á þetta í Innkastinu á Fótbolta.net.

Þar benti Valur Gunnarsson á að Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafi talað um að hann væri að spila á ungum leikmönnum eftir jafntefli við Stjörnuna á dögunum.

„Heimir talar um að hann sé að byggja upp á ungum mönnum. Meðalaldurinn er 26 ára í liðinu. Hvað er ungur leikmaður á Íslandi?“ spurði Valur í þættinum.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, tók þá til máls. „Leikmenn eru ungir á Íslandi þangað til þeir verða 25 ára,“ sagði hann.

Telur Elvar að hér á Íslandi sé of mikið horft í að menn séu orðnir nógu gamlir og benti hann á að Lamine Yamal, einn besti leikmaður heims, væri 18 ára.

„Ef að Yamal væri að spila á Íslandi væri hann bara á bekknum. Manni finnst eins og það sé svolítið bara verið að velja kennitöluna,“ sagði Elvar, þó í gamansömum tón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot