fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Yfirgefur besti maður KR skútuna? – „Kæmi lítið á óvart ef hann bara kominn með nóg af þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 09:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Sigurðarson hefur verið frábær fyrir KR frá því hann kom heim úr atvinnumennsku undanfarin tvö ár. Gengi liðsins hefur þó ekki dansað í takt.

Annað árið í röð er KR í fallbaráttu en staðan nú virðist alvarlegri en í fyrra. Liðið er hreinlega í fallsæti þegar fjórum umferðum er ólokið.

Liðið tapaði 4-2 gegn KA fyrir norðan í gær. Aron var besti maður Vesturbæinga og skoraði bæði mörkin, kunnuglegt stef.

„Nennir hann þessu? Sama hvort þeir halda sér uppi eða ekki, hann er of góður. Hann er 31 árs,“ velti Albert Brynjar Ingason upp í Dr. Football.

Jóhann Már Helgason sagði að önnur lið hljóti að taka stöðuna á Aroni, sem er samningsbundinn KR út næstu leiktíð, í vetur.

„Hann er búinn að fórna tveimur árum í einhverja þvælu. Hann labbar inn í hvert einasta lið í þessari deild. Það hljóta einhver lið að tékka,“ sagði Jóhann áður en Albert tók til máls á ný.

„Það kæmi mér lítið á óvart ef hann er bara kominn með nóg af þessu. Alltaf langbesti maðurinn en þeir fá ekkert fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Í gær

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Í gær

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“