fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 07:30

Frá Laugardalsvelli, þar sem leikurinn á morgun fer fram. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Kári Vignisson lögfræðingur KSÍ fjallaði um stöðu mála varðandi byggingu skólaþorps í Laugardalnum á síðasta fundi stjórnar KSÍ.

Framkvæmdir á svæðinu eru í fullum gangi og enn sem stendur eru þær framkvæmdir innan þess svæðis sem er deiliskipulagt sem svæði fyrir leikskóla.

KSÍ segir að fá svör heyrist frá borginni. „Almennt eru einu samskiptin til KSÍ um verkið frá verktakanum sjálfum en ekki frá borginni. Þorvaldur formaður og Eysteinn framkvæmdastjóri eiga fund með borgarstjóra í vikunni og þá hefur einnig verið boðaður samráðsfundur hagaðila í Laugardalnum vegna þessa máls að frumkvæði ÍSÍ,“ segir í fundargerð KSÍ.

Í fundagerðinni er áhyggjum deilt um þessar byggingar sem eiga að koma á bílastæði fyrir framan Laugardalsvöll. „Verið er að þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum og fulltrúar íþróttahreyfingarinnar almennt farnir að hafa áhyggjur m.a. þar sem lítið hefur einnig gerst í málum þjóðarhallar. Fulltrúar KSÍ á fundinum verða Axel lögfræðingur, Eysteinn framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður..“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot