fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Orri Steinn: „Hvað hef ég gert af mér núna?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. september 2025 10:00

Skjáskot: FCK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson er enn dýrkaður og dáður hjá FC Kaupmannahöfn þó svo að hann hafi yfirgefið félagið og farið til Real Sociedad á Spáni í fyrra.

FCK birti ítarlegt viðtal við landsliðsfyrirliðann þar sem farið er um víðan völl, meðal annars þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Var það vorið 2022, þar sem FCK tók á móti Álaborg.

„Daginn áður átti ég að spila með U-19 á móti Silkeborg og sá svo að ég var utan hóps. Ég hugsaði: Hvað hef ég gert af mér núna?“ sagði Orri og hló, en þarna var hann tæplega 18 ára gamall.

„Svo var sagt við mig að ég væri að fara að spila með aðalliðinu. Ég sagði að þetta hlyti að vera grín, þetta var líka leikurinn þar sem við tókum á móti titlinum. Hákon (Arnar) og Ísak (Bergmann) voru auðvitað í aðalliðinu svo þetta var stór stund fyrir mig.“

Orri kom upp í gegnum yngri lið FCK, þróaði sinn leik, sló í gegn með aðalliðinu og var svo seldur til Sociedad sem fyrr segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot