fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 11:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Eins og flestir vita verður besti landsliðsmaður Íslands, Albert Guðmundsson, ekki með gegn Frökkum í 2. umferð undankeppni HM í kvöld. Liðið getur vel tekist á við fjarveru hans, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari.

„Við vorum ekki að íhuga að kalla á neinn í staðinn. Við töldum okkur vel í stakk búna til að takast á við þessi forföll,“ segir Arnar.

Albert var frábær í 5-0 sigrinum á Aserbaísjan í Laugardalnum í 1.umferðinni en meiddist við að skora mark. Meiðslin eru ekki alvarleg.

„Við munum kannski ekki beint breyta leikkerfi en með öðruvísi leikmönnum kemur öðruvísi prófíll í stöðuna. Við getum vonandi nýtt það. Albert var til dæmis ekkert æstur í að fara inn í teiginn og skalla boltann en var frábær fyrir utan teiginn. Kannski fáum við leikmann inn sem getur gert akkúrat öfugt en þarf samt að sinna sömu skildum og Albert, eins og í varnarleiknum,“ segir Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu