fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. september 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá samkomulagi við Sigurð Þór Reynisson um að hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna og hefur hann skrifað undir tveggja ára samning.

Af þeim sökum mun hann láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka en gegnir þeirri stöðu út nóvember mánuð.

„Stjórn BUR vill þakka Sigga innilega fyrir frábært starf í þágu yngri flokka félagsins síðustu ár. Við hlökkum til að fylgjast með honum taka næstu skref í sínum þjálfaraferli og óskum meistaraflokki kvenna til hamingju með ráðninguna,“ segir á vef Fylkis.

„Siggi þekkir innviði félagsins afar vel og verður mikilvægt innlegg í þá uppbyggingu sem framundan er hjá kvennaliðinu. Hann sendir jafnframt sínar bestu þakkir til allra iðkenda, foreldra, BUR-ara, samstarfsmanna og annarra hagaðila fyrir frábært samstarf hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag