Michail Antonio hefur staðfest það að hann sé ekki hættur í fótbolta og stefnir á að semja við nýtt félag í sumar.
Antonio lenti í hræðilegu bílslysi í sumar en hann var á mála hjá West Ham en er í dag frjáls ferða sinna.
Antonio er 35 ára gamall en eftir tíu ár hjá West Ham bjuggust margir við því að hann myndi leggja skóna á hilluna.
Framherjinn er á öðru máli og segist jafnvel vera í viðræðum við félög á Englandi.
,,Ég er að ræða við félög í dag og ég mun sjá hvar besta tilboðið er, við sjáum hvað gerist,“ sagði Antonio.
,,Þetta eru mjög mismunandi lið, við erum að tala við lið á Englandi og félög erlendis. Ég get ekki sagt of mikið.“