Ederson, markvörður Manchester City, er mögulega að kveðja félagið eftir að hafa leikið í Manchester frá 2017.
Tyrknenska félagið Galatasaray er sagt hafa boðið í Ederson og myndi City fá þrjár milljónir evra í sinn vasa.
Upphæðin er alls ekki há miðað við getu Ederson en hann verður samningslaus næsta sumar.
Ederson var orðaður við brottför til Sádi Arabíu í fyrra og hefði City fengið mun hærri upphæð á þeim tíma en ákvað að halda Brassanum.
Hann er enn aðeins 31 árs gamall og hefur verið aðalmarkvörður City í átta tímabil.