fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 6. júlí 2025 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Alisha Lehmann er ein stærsta stjarna fótboltans. Hún er hluti af svissneska landsliðinu sem mætir því íslenska í 2. umferð riðlakeppni EM í kvöld.

Það er allt undir í kvöld, en bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum á EM. Lehmann kom ekki við sögu gegn Noregi í fyrsta leik og er ólíklegt að hún byrji í kvöld.

Lehmann er ekki síður vinsæl utan vallar og með tugi milljóna fylgjenda á samfélagsmiðlum, það mesta af öllum knattspyrnukonum.

Hún hefur mikið verið milli tannanna á fólki og mátt þola gagnrýni fyrir hitt og þetta, til dæmis að nota of mikinn andlitsfarða. Móðir hennar, Sarah Guggisberg, sá sig knúna á dögunum til að koma dóttur sinni til varnar.

„Hún hefur spilað í stórum deildum í mörg ár. Það er ekki af því að hún notar mikinn andlitsfarða. Þið þekkið hana ekki neitt og vitið ekki hversu yndisleg manneskja hún er,“ sagði hún.

Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Arnar taki við Fylki

Segja að Arnar taki við Fylki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo mun fá minna að spila

Ronaldo mun fá minna að spila
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Báðu um Zlatan og fengu Zlatan – Sjáðu stórskemmtilegar myndir

Báðu um Zlatan og fengu Zlatan – Sjáðu stórskemmtilegar myndir
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Í gær

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho
433Sport
Í gær

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Í gær

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans