fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Sammála stuðningsmönnum og er hundfúll með frammistöðuna – Rétt mörðu smáliðið í undankeppninni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. júní 2025 14:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, var á sama máli og stuðningsmenn enska liðsins sem voru hundfúlir með frammistöðu liðsins í gær.

England lenti í töluverðum vandræðum gegn smáliði Andorra og skoraði aðeins eitt mark og vann að lokum 0-1 sigur.

England var vissulega mun sterkari aðilinn í leiknum en hefði á venjulegum degi skorað mun fleiri en eitt mark í svona viðureign.

,,Ég er alls ekki ánægður með frammistöðuna. Við byrjuðum fyrstu 20-25 mínúturnar vel og það var eini tímapunkturinn sem mér leið vel,“ sagði Tuchel.

,,Við sköpuðum mörg færi og það leit út fyrir að markið væri að koma. Á endanum þá misstum við skriðtökin og vorum komnir í stöðu þar sem útlitið var ekki bjart.“

,,Ég var mest pirraður á síðustu 20 mínútunum því ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmannana og hvernig þeir réðust á leikinn. Þetta var leikur í undankeppninni og er á útivelli. Ég var alls ekki hrifinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann