fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. maí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Björn Gunnarsson var gestur Chess After Dark í vikunni en þessi vinsælli hlaðvarpsþáttur hefur vakið mikla athygli á síðustu árum.

Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson eru umsjónarmenn þáttarins og fengu fyrrum atvinnumanninn Brynjar í gott spjall sem er vel rúmlega tveir klukkutímar.

Brynjar ræddi á meðal annars um tíma sinn hjá Stoke City á Englandi en hann kom þangað frá Örgryte árið 199 og lék með liðinu í fjögur ár.

Brynjar var lykilmaður hjá Stoke þessi fjögur tímabil áður en hann færði sig til Nottingham Forest og síðar Watford og Reading.

Fyrrum landsliðsmaðurinn ræddi til að mynda Tony Pulis, fyrrum þjálfara Stoke, sem er oft ásakaður um að í raun ‘hata’ Íslendinga og má nefna menn á borð við Eið Smára Guðjohnsen sem fékk fá tækifæri undir hans stjórn á sínum tíma.

Birkir spurði Brynjar að skemmtilegri spurningu hvort þessar samsæriskenningar um Pulis væri réttar – að honum væri í raun illa við Íslendinga.

,,Það lítur þannig út sko! Ég get ekki svarað þessu, hann hataði mig ekki sko. Ég var kannski undantekningin sem sannar regluna,“ sagði Brynjar.

,,Hann var sérstakur og vildi sýna menn hvernig sem á það er litið hvort það séu Íslendingar eða annað. Hann var kannski í einhverju stríði við eigendur og að þetta væri hans lið og ekki þeirra, sumir fara í þann leik. Hann var ekki að fara spila einhverjum Íslendingum bara því það voru íslenskir eigendur.“

,,Ég held að ef það er litið til baka þá var hann besti maðurinn fyrir Stoke í þeirri stöðu sem við vorum. Svo er hægt að deila um það hvort fótboltinn hafi verið skemmtilegur eða leiðinlegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“