fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
433Sport

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent hefur opinberað að hann ætli ekki að framlengja samning sinn við Liverpool, sem rennur út í sumar, og fer hann því frítt frá félaginu.

Real Madrid er þekkt fyrir að taka leikmenn frítt og bjóða þeim ansi góð laun í staðinn. Síðasta dæmið er Kylian Mbappe, sem kom frítt til spænska stórliðsins frá Paris Saint-Germain síðasta sumar.

„Ég tel að við munu sjá þetta æ oftar, að stór nöfn fari annað þegar þeir verða samningslausir því þá fá þeir bestu samningana,“ segir Wenger.

„Tveimur árum áður en samningur þinn klárast hafa þeir samband við þig og segjast vilja kaupa þig. Ef það virkar ekki aftur koma þeir ári síðar og svo aftur árið eftir það og fá þig frítt ef það gengur ekki.

Þannig var þetta með Mbappe. Það er mjög langt síðan Real Madrid setti sig fyrst í samband við Trent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Neitaði að mæta fyrir framan dómara og útskýra mál sitt – Nú úrskurðaður gjaldþrota

Neitaði að mæta fyrir framan dómara og útskýra mál sitt – Nú úrskurðaður gjaldþrota
433Sport
Í gær

Dramatískur Conte óánægður – Segir sögurnar kjaftæði

Dramatískur Conte óánægður – Segir sögurnar kjaftæði