fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur engan áhuga á að selja Bruno Fernandes, fyrirliða sinn, á næstunni.

Þetta segir stjóri liðsins, Ruben Amorim, en portúgalski miðjumaðurinn hefur verið töluvert orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu undanfarið.

Sádarnir eru stórhuga fyrir sumarið og eru sagðir til í að bjóða Fernandes um 33 milljarða króna fyrir þriggja ára samning.

Það er hins vegar ekki talið að Fernandes vilji fara frá United á næstu misserum og ýta ummæli Amorim undir það.

„Það er eðlilegt að mörg félög vilji leikmenn eins og Bruno. En við viljum halda okkar bestu mönnum og Bruno er einn sá besti í heimi. Við viljum halda honum hjá okkur,“ sagði hann.

United tekur á móti Athletic Bilbao í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Enska liðið er í ansi góðri stöðu eftir 0-3 sigur í fyrri leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?