fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Ungstirni United með háar launakröfur – Svona myndi hann raðast á listann yfir þá launahæstu á Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. janúar 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kobbie Mainoo yrði sennilega fimmti launahæsti leikmaður Manchester United ef hann skrifar undir nýjan samning.

Töluverð umræða hefur verið um framtíð hins 19 ára gamla Mainoo undanfarið, en hann er talin ein af stjörnum framtíðarinnar á Old Trafford. Hann hefur hins vegar verið tregur til að skrifa undir nýjan samning og vill fá um 200 þúsund pund í vikulaun geri hann svo.

Chelsea fylgist náið með gangi mála og er sagt klárt í að kaupa hann ef miðjumaðurinn skrifar ekki undir þegar fram líða stundir. Enn eru þó tvö og hálft ár eftir af samningi Mainoo.

United er að reyna að styrkja stöðu sína gagnvart fjárhagsreglum og þar myndi félagið stórgræða á því að selja Mainoo þar sem hann er uppalinn leikmaður.

Fari svo að Mainoo skrifi undir og United gangi að launakröfum hans yrði hann á meðal fimm launahæstu manna félagsins. Sem Stendur er Casemiro launahæstur með 350 þúsund pund á viku. Þar á eftir koma Bruno Fernandes og Marcus Rashford með 300 þúsund pund. Mason Mount er svo með 250 þúsund og Antony með 200 þúsund, sömu laun og Mainoo og hans fulltrúar sækjast eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar