Caoimhin Kelleher markvörður Liverpool er ósáttur með stöðu sína hjá félaginu og vildi fara burt í sumar en öllum tilboðum var hafnað.
Liverpool festi svo kaup á Giorgi Mamardashvil í sumar og kemur hann til Liverpool næsta sumar.
Það er því ljóst að Kelleher á sér litla framtíð hjá Liverpool og vildi markvörðurinn frá Írlandi fara í sumar.
„Ég hef látið vita af því síðustu ár að ég vil fara og spila í hverri viku,“ segir Kelleher.
„Félagið hefur tekið ákvörðun að kaupa annan markvörð og það eru bara skilaboð til mín að félagið ætlar í aðra átt.“
Alisson hefur átt stöðuna í marki Liverpool síðustu ár en nú er nokkuð ljóst að Mamardashvil sem kemur frá Valencia mun taka við af honum.
„Stundum virkar það þannig að það sé 100 prósent mín ákvörðun hvað gerist en það er ekki svo.“
„Liverpool hafnaði nýlega nokkrum tilboðum, metnaður minn er þannig að ég er nógu góður og vil sanna það vikulega.“