fbpx
Föstudagur 04.október 2024
433Sport

Kemur Heimi til varnar – „Ég er aðstoðarþjálfari, leikmennirnir vita að Heimir ræður“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John O’Shea aðstoðarþjálfari Írlands segir að Heimir Hallgrímsson ráði öllu þegar kemur að liðsvali og öðru, hann segir ótrúlegt að þurfa að svara þessu.

O’Shea var ráðinn inn sem aðstoðarmaður af Heimi þegar hann tók við írska liðinu. O’Shea stýrði liðinu tímabundið áður en Heimir tók við.

O’Shea hafði þó mikið með það að segja hvernig liðið var í fyrsta leik enda var þetta fyrsti leikur Heimis og hann hafði aðeins hitt leikmennina í nokkra daga.

„Þetta er mjög einfalt, planið var klárt fyrir verkefnið til að gefa þjálfaranum tíma til að undirbúa sig,“ sagði O’Shea.

„Það þarf enginn að óttast neitt, stjórinn er stjórinn og það er alveg á hreinu.“

„Við vorum með plan fyrir verkefnið og það var enginn ástæða að breyta því,“ sagði O’Shea en írska liðið tapaði gegn Englandi á laugardag.

„Ég er aðstoðarþjálfari, leikmennirnir vita að Heimir ræður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjarnan staðfestir komu Samúels Kára

Stjarnan staðfestir komu Samúels Kára
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Júlíus Magnússon kallaður inn í íslenska landsliðshópinn

Júlíus Magnússon kallaður inn í íslenska landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær endalaust af spurningum um þyngd sína eftir að Guardiola sagði að hann væri of feitur

Fær endalaust af spurningum um þyngd sína eftir að Guardiola sagði að hann væri of feitur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu laglega fyrirgjöf Andra Lucas á Brúnni í kvöld – Pabbi hans og bróðir voru í stúkunni

Sjáðu laglega fyrirgjöf Andra Lucas á Brúnni í kvöld – Pabbi hans og bróðir voru í stúkunni