fbpx
Föstudagur 04.október 2024
433Sport

Gary Martin að kveðja Ísland: Kom fyrst árið 2010 – „Þetta hefði átt að verða miklu betra en hefði getað orðið miklu verra“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2024 14:14

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin mun að öllum líkindum spila sinn síðasta leik í íslenskum fótbolta um næstu helgi með Víkingi Ólafsvík.

„Eftir meira en tíu ár er komið að því að flytja aftur til Englands og spila þar í vetur,“ segir Gary Martin á Facebook síðu sinni.

„Það gæti verið að ég komi á láni næsta sumar eða að þetta sé kveðjustund mín.“

Gary Martin er 34 ára gamall en hann leikur í dag með Víkingi Ólafsvík og gæti liðið komist upp í Lengjudeildina í síðustu umferðinni.

Gary kom fyrst til Íslands sumarið 2010 og samdi við ÍA en þaðan fór hann í KR. Gary lék síðan með Víkingi, Val, ÍBV, Selfoss og Ólafsvík.

Á þessum 14 árum fór Gary einnig í atvinnumennsku og lék með bæði Lilleström og Lokeren.

Hann þakkar sérstakla ÍA, KR og Víkingi Ólafsvík fyrir. „ÍA fyrir að gefa mér fyrsta tækifærið þegar ég var 19 ára, KR fyrir að gefa mér tækifæri til að spila fyrir stærsta félagið á Íslandi og vinna allt þar. Og Víkingi Ólafsvík fyrir að fá mig til að njóta fótboltans aftur.“

Gary Martin vann efstu deild í tvígang, bikarinn tvisvar og varð markahæsti leikmaður efstu deildar í tvígang.

„Þetta hefði átt að verða miklu betra en hefði getað orðið miklu verra,“ segir Gary.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrt að United muni opna samtalið við Tuchel – Vildu fá hann í sumar þegar skoðað var að reka Ten Hag

Fullyrt að United muni opna samtalið við Tuchel – Vildu fá hann í sumar þegar skoðað var að reka Ten Hag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan staðfestir komu Samúels Kára

Stjarnan staðfestir komu Samúels Kára
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona hafa úrslitin verið hjá United á tímabilinu – Örfáir sigrar í tíu leikjum

Svona hafa úrslitin verið hjá United á tímabilinu – Örfáir sigrar í tíu leikjum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag útskýrir af hverju hann tók Rashford af velli í hálfleik í gær – Virtur blaðamaður kallar þetta glórulaust

Ten Hag útskýrir af hverju hann tók Rashford af velli í hálfleik í gær – Virtur blaðamaður kallar þetta glórulaust
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er staðan í Meistaradeildinni – Sjö lið með fullt hús stiga

Svona er staðan í Meistaradeildinni – Sjö lið með fullt hús stiga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær endalaust af spurningum um þyngd sína eftir að Guardiola sagði að hann væri of feitur

Fær endalaust af spurningum um þyngd sína eftir að Guardiola sagði að hann væri of feitur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Brjálaður eftir að bæjarstjórinn lét alla vita hvar hann ætti heima – Er fluttur af ótta við öryggi barnanna sinna

Brjálaður eftir að bæjarstjórinn lét alla vita hvar hann ætti heima – Er fluttur af ótta við öryggi barnanna sinna
433Sport
Í gær

Eiður Smári og Sveinn Aron á Brúnni í kvöld – Sjáðu myndbandið

Eiður Smári og Sveinn Aron á Brúnni í kvöld – Sjáðu myndbandið