fbpx
Laugardagur 12.október 2024
433Sport

Áttum aldrei séns að mati Lárusar Orra – Kári Árna talar um hægeldun

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2024 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Láru Orri Sigurðsson sérfræðingur á Stöð2 Sport segir að íslenska liðið hafi aldrei átt séns gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 tapi íslenska liðsins.

Tyrkir komust yfir á annari mínútu leiksins þegar Jóhann Berg Guðmundsson tapaði boltanum á miðsvæðinu. Guðlaugur Victor Pálsson var svo sofandi í varnarleiknum og Kerem Akturkoglu setti knöttinn í netið.

Íslenska liðið jafnaði þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Guðlaugur Victor stangaði þá knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg.

Kerem Akturkoglu skoraði svo aftur í síðari hálfleik en aftur virkaði Guðlaugur Victor illa staðsettur og var skömmu síðar tekinn af velli. Það var svo undir restina sem Akturkoglu fullkomnaði þrennuna.

„Vonbrigði, maður var farin að láta sig dreyma í hálfleik að þetta gæti orðið spennandi. Fengum mark á okkur alltof snemma í síðari hálfleik, áttum aldrei break,“ sagði Lárus Orri á Stöð2 Sport eftir leik.

Kári Árnason var aðeins jákvæðari. „Allt í lagi, það var ýmislegt jákvætt og menn áttu ágætis leiki inn á milli. Stefán Teitur átti aftur góðan leik og ágætur í sínum aðgerðum. Mér fannst við hægeldaðir,“ sagði Kári.

„Þeir settu í annan gír þegar þeir nenntu og þurftu mark.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margir fyrrum liðsfélagar í Flórída þar sem ástandið er víða skelfilegt – „Það er hræðilegt að horfa á þetta“

Margir fyrrum liðsfélagar í Flórída þar sem ástandið er víða skelfilegt – „Það er hræðilegt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

„Ég hef sjaldan séð leikmann passa betur inn í eitt lið“

„Ég hef sjaldan séð leikmann passa betur inn í eitt lið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu markið: Logi minnkaði muninn með laglegu skoti

Sjáðu markið: Logi minnkaði muninn með laglegu skoti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir landsliðsmenn í banni gegn Tyrkjum

Tveir landsliðsmenn í banni gegn Tyrkjum