Roy Keane, goðsögn Manchester United og Írlands, fjallaði um leik Englands og Írlands í Þjóðadeildinni í gær.
England vann leikinn nokkuð sannfærandi 2-0 en Heimir Hallgrímsson er einmitt þjálfari Írlands og var þetta hans fyrsti leikur undir stjórn.
Keane baunaði á enska landsliðið eftir viðureignina en hann var langt frá því að vera hrifinn af liðinu í síðari hálfleiknum í gær.
,,Mest pirrandi við leikinn er að Írland var til í að gefa þeim sigurinn. England réð öllu í fyrri hálfleik, við hrósuðum þeirra leik í hálfleik,“ sagði Keane.
,,Staðan var ekki sú sama í seinni hálfleik, þeir voru ömurlegir. Þeir reyndu einhverjar gullsendingar. Haldið ykkur við auðveldu hlutina, drepið leikinn. Írland spilaði af stolti í seinni hálfleik.“
,,Eins góðir og Englendingar voru í fyrri hálfleik þá voru þeir alveg jafn lélegir í þeim seinni, leikmennirnir voru að spila fyrir sjálfa sig.“