Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni, sem sneri aftur á 433.is eftir sumarfrí fyrir helgi.
Það var farið um víðan völl á markaðnum, meðal annars leikmannamarkaðinn hér heima og þá staðreynd að meiri peningar fara á milli félaga hér á landi en áður.
„Eru lið hætt að vera móðguð yfir að fá tilboð í sína leikmenn?“ spurði Hrafnkell Arnar í þættinum, en þetta hefur gjarnan loðað við félagaskiptagluggann á Íslandi í gegnum tíðina.
„Nei, það er það skemmtilega við þetta,“ sagði Arnar léttur í bragði.
„Ég skil ekki af hverju þú ætti að vera móðgaður yfir því að einhver bjóði í leikmanninn þinn. Ertu móðgaður ef einhver býður í húsið þitt? Þú segir bara nei takk.“
Umræðan um Bestu deildina úr Íþróttavikunni er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar