John Textor fjárfestir frá Bandaríkjunum hefur mikinn áhuga á því að kaupa Everton og eru viðræður í gangi.
Þar segir að Textor myndi byrja á því að reka Sean Dyche úr starfi þjálfara.
Dyche hefur ekki farið vel af stað með Everton á þessu tímabili en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð.
Textor ætlar að ráða Alex Ferreira til starfa ef honum tekst að kaupa félagið.
Ferreira gerði Palmeiras í Brasilíu að meisturum á síðustu leiktíð og hefur heillað marga.
Textor reynir að ganga frá kaupum á Everton en horfir til Crystal Palace ef það klikkar.