Írland 0 – 2 England
0-1 Declan Rice
0-2 Jack Grealish
Heimir Hallgrímsson tapaði sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Írlands í dag en spilað var við England.
Írland var alls ekki sigurstranglegra fyrir leikinn en tveir leikmenn af írskum uppruna skoruðu fyrir England.
Það voru þeir Declan Rice og Jack Grealish sem hefðu báðir getað valið að spila fyrir Írland á sínum tíma.
Leikið var í Þjóðadeildinni en England var töluvert sterkari aðilinn og átti 17 skot gegn 6 frá heimaliðinu.