Ísland 0 – 1 Katar
0-1 Mohamed Gouda(’79)
Íslenska U19 landsliðið tapaði óvænt gegn liði Katar í æfingamóti í Slóveníu fyrr í dag.
Þetta var annar leikur Íslands á stuttum tíma en fyrir tveimur dögum var spilað við Mexíkó.
Ísland var ekki í miklum vandræðum í þeirri viðureign og hafði betur sannfærandi með þremur mörkum gegn engu.
Katar kom hins vegar mörgum á óvart í dag og vann Ísland 1-0 en eina markið var skorað undir lok leiks.