Það er útlit fyrir það að varnarmaðurinn Riccardo Calafiori sé ekki illa meiddur en hann spilaði með Ítalíu gegn Frökkum í gær.
Calafiori gekk í raðir Arsenal í sumar en hann spilaði síðasta deildarleik liðsins gegn Brighton og kom þar inná sem varamaður.
Varnarmaðurinn öflugi var tekinn af velli í gær í leik gegn Frökkum en hann spilaði alls 71 mínútu.
Calafiori og hans menn unnu 3-1 sigur á útivelli í Þjóðadeildinni en staðan var 1-2 þegar honum var skipt af velli.
Miðað við nýjsutu fregnir eru meiðslin ekki alvarleg og gæti Calafiori vel náð næsta leik Arsenal gegn Tottenham.