Eiginkona Wayne Rooney, Coleen, bannar eiginmanni sínum að taka við starfi í Sádi Arabíu ef það tækifæri gefst á næstunni.
Þetta segir vinur fjölskyldunnar í samtali við Heat World en Rooney er í dag þjálfari Plymouth í næst efstu deild Englands.
Peningarnir í Sádi eru þó gríðarlegir og væri erfitt fyrir Rooney að hafna starfstilboði ef það berst á næstu mánuðum.
Ástæðan er sonur þeirra Kai sem er nú að vekja athygli í akademíu Manchester United og þykir anski efnilegur í íþróttinni.
,,Wayne er ennþá að tala um þann möguleika að fara til Sádi en Coleen harðneitar í hvert skipti,“ sagði heimildarmaður Heat World.
,,Hún telur að Wayne sé búinn með sinn tíma í sviðsljósinu og nú snýst þetta um börnin og Coleen stendur algjörlega með þeirri ákvörðun.“
,,Hún vill einbeita sér að Kai sem er að vekja athygli í Englandi og athygli annarra liða. Auðvitað styður hún eiginmanninn en hann þarf einnig að vera til staðar fyrir soninn og vera hans lærifaðir í íþróttinni.“
,,Hún segir við Wayne að hann hafi átt yfir 20 ár í sviðsljósinu og að hann þurfi að horfa á annað fólk í kringum sig.“