Hákon Arnar Haraldsson leikmaður Lille í Frakklandi verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í fæti. Age Hareide staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.
„Þetta er slæmt fyrir Hákon, landsliðið og Lille. Hann verður frá í einhverjar vikur,“ segir Hareide.
„Aðrir leikmenn þurfa að koma inn og standa sig, það er alltaf vont að missa leikmann og við verðum að halda áfram.“
Hákon þurfti að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum í gær fyrir leiki gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi.
Iðulega tekur það knattspyrnumenn 4-6 vikur að jafna sig á slíkum meiðslum og því er næsta víst að Hákon missir af næstu leikjum Lille en einnig af verkefni íslenska landsliðsins í október.
Meiðslin kom á versta tíma fyrir Hákon sem hefur verið frábær í liði Lille undanfarnar vikur en han mun að öllum líkindum missa af leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.