Cole Palmer er einn af þremur lykilmönnum Chelsea sem kemst ekki í hóp liðsins fyrir Sambandsdeildina.
Chelsea skilaði inn 27 manna leikmannahópi sínum í dag og vekur fjarvera Palmer athygli.
Palmer á að hvíla sig á milli leikja í ensku úrvalsdeildinni fremur en að taka þátt í leikjum í Sambansdeildinni.
Palmer er 22 ára gamall og var besti maður Chelsea á síðustu leiktíð.
Romeo Lavia og Wesley Fofana eru einnig utan hóps en þeir hafa verið í vandræðum með heilsuna og á að passa að álagið á þeim verði ekki of mikið.