Casemiro miðjumaður Manchester United fer ekki fet og verður hjá félaginu hið minnsta fram í janúar.
Galatsaray í Tyrklandi hafði skoðað það síðustu daga að sækja miðjumanninn.
Enginn formleg samtöl áttu sér stað á milli Casemiro og stórliðsins í Tyrklandi.
Casemiro er í 25 manna hópi United sem félagið hefur sent inn til UEFA og verður til taks í Evrópudeildinni í vetur.
Búist er við Casemiro fari að spila minna en áður með komu Manuel Ugarte til félagsins.