Það vakti nokkra athygli í sumar þegar miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafnaði því að ganga í raðir Liverpool.
Liverpool hafði um langt skeið verið að eltast við Zubimendi og ætlaði enska félagið að borga klásúlu hans.
Spænski landsliðamaðurinn ákvað hins vegar að hafna tilboði Liverpool og vera áfram heima hjá sér.
„Það kom ekki nein pressa frá mínum nánasta hring,“ sagði Zubimendi en Sociedad var sagt setja ótrúlega pressu á Zubimendi að hafna Liverpool.
„Vinir mínir eru alveg með það á hreinu að sú ákvörðun sem ég tek er sú sem er best fyrir mig. Það er enginn pressa á mér.“
Zubimendi hefur hafnað fleiri liðum síðustu ár en bæði Arsenal og FC Bayern hafa reynt að fá hann.
🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.
“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024