Raheem Sterling, leikmaður Arsenal, hefur útskýrt ummælin sem fóru ekki vel í marga stuðningsmenn Chelsea.
Sterling samdi nýlega við Arsenal á láni og talaði um að félagið ‘hentaði sér fullkomlega’ annað en kannski Chelsea.
Það er mikill rígur á milli Arsenal og Chelsea en Sterling stóðst í raun aldrei væntingar hjá þeim bláklæddu eftir komu frá Manchester City.
,,Þetta hentar mér fullkomlega, að vera kominn til félags eins og Arsenqal. þú getur séð hungrið og viljann á hverju einasta ári. Þeir vilja fara lengra og lengra. Ég er þannig sem manneskja,“ sagði Sterling.
,,Þú vilt bæta þig á hverju ári og gera betur en í fyrra. Vonandi næ ég vel saman með strákunum.“