Arne Slot, stjóri Liverpool, var nálægt því að taka Luis Diaz af velli í hálfleik gegn Manchester United um helgina.
Slot var óánægður með varnarvinnu Diaz í fyrri hálfleiknum en Kólumbíumaðurinn hafði þó skorað tvennu.
Daily Mail segir að Slot hafi sterklega íhugað að taka Diaz af velli í leikhléi er staðan var 2-0.
Diaz fékk ekki að spila allan leikinn en hann var tekinn útaf eftir 66 mínútur í 3-0 sigri á Old Trafford.
,,Við vissum að þeir myndu pressa á okkur, ég sýndi þeim þrjú augnablik þar sem Mazraoui fékk tækifæriu. Luis Diaz var ekki að sinna varnavinnunni eins og hann á að gera,“ sagði Slot eftir leik.
,,Þetta eru hlutir sem geta breytt miklu í leikjum á Old Trafford. Sigurinn var mjög góður.“