Paul Scholes, goðsögn Manchester United, hefur nefnt verstu kaup í sögu félagsins en það er markvörðurinn Mark Bosnich.
Scholes nefndi þónokkur nöfn eins og Juan Sebastian Veron og Massimo Taibi en Bosnich fékk þennan óþægilega heiður.
Bosnich kom til United frá Aston Villa árið 1999 og spilaði með United í tvö ár og var þar liðsfélagi Scholes.
Hann stóðst alls ekki væntingar í markinu á Old Trafford og fór síðar til Chelsea og spilaði fimm leiki.
Ástralinn haqfði gert flotta hluti með Villa í sjö ár í úrvalsdeildinni eftir að hafa komið frá Sidney í heimalandinu.
United keypti Bosnich upprunarlega árið 1989 en seldi hann til Villa aðeins tveimur árum seinna.