Jose Mourinho þjálfari Fenerbache ætlar að reyna að láta til skara skríða á leikmannamarkaðnum.
Flestir gluggar í Evrópu hafa lokað en í Tyrklandi er áfram opið.
Þannig vill Mourinho sækja tvo enska bakverði sem báðir vilja losna frá sínu félagi.
Kieran Trippier bakvörður Newcastle vill komast frá félaginu og er glugginn í Tyrklandi eitthvað sem hann hefði áhuga.
Ben Chilwell vinstri bakvörður Chelsea er til sölu en enska félagið vill losna við hann og gæti Mourinho reynt að fá hann.