Jadon Sancho er formlega í eigu Manchester United fram á næsta sumar þegar Chelsea þarf að kaupa hann.
Chelsea fékk Sancho á láni síðasta föstudag en félagið verður að kaupa hann næsta sumar.
Samfélagsmiðlastjóri United var þó ekki lengi að hætta að fylgja Sancho á opinberum reikningi félagsins.
Sancho upplifði þrjú mjög erfið ár hjá United og var ekki vel liðin hjá félaginu.
Þrátt fyrir að vera formlega í eigu félagsins er félagið hætt að fylgja honum en sem dæmi er félagið enn að fylgja Scott McTominay sem var seldur til Napoli á dögunum.