Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með í komandi verkefnum íslenska landsliðsins en frá þessu er greint í kvöld.
Það er KSÍ sem birtir færslu á samskiptamiðla þar sem tekið er fram að Hákon hafi þurft að draga sig úr hópnum.
Um er að ræða einn allra mikilvægasta leikmann Íslands sem spilar tvo leiki í Þjóðadeildinni á næstu dögum.
Hákon er leikmaður Lille í Frakklandi og er reglulegur byrjunarliðsmaður í landsliðinu.
Enginn leikmaður verður kallaður í hópinn að svo stöddu að sögn knattspyrnusambandsins.
Vegna meiðsla hefur Hákon Arnar Haraldsson þurft að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Ekki verður kallaður inn annar leikmaður að svo stöddu. #viðerumÍsland pic.twitter.com/aHtAfue0r0
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 4, 2024