Það var mikil gleði á heimaleik Sparta Prag um helgina og þá sérstaklega í hálfleik á leik liðsins í úrvalsdeildinni í Tékklandi.
Einn stuðningsmaður liðsins fékk tækifæri í hálfleik til að vinna sex milljónir íslenskra króna.
Hann þurfti að sparka frá miðjum vellinum inn í pínulítið mark og það heppnaðist.
Allt gjörsamlega trylltist á vellinum enda voru líkurnar á því að þetta skot myndi heppnast ekki miklar.
Atvikið má sjá hér að neðan.
This bloke won 1,000,000 Czech Koruna (£33,000) for scoring this from the halfway line at half-time in Sparta Prague’s game yesterday. pic.twitter.com/cWgRSH9esW
— HLTCO (@HLTCO) September 29, 2024