Amanda Staveley er kominn vel á veg í viðræðum við Tottenham en hún hefur áhuga á að kaupa hlut í félaginu.
Frá þessu greinir Mirror á Englandi en Staveley hefur mikinn áhuga á að fjárfesta í enska stórliðinu.
Mirror segir að Staveley vilji afreka það áður en árinu lýkur en hún er fyrrum stjórnarformaður Newcastle.
Staveley steig til hliðar í júlí á þessu ári hefur nú áhuga á að kaupa hlut í Tottenham ásamt eiginmanni sínum Mehrdad Ghodoussi.
Tottenham er talið vera að leita að fjárfestum en eigandi liðsins, Joe Lewis, er opinn fyrir því að hlusta á tilboð.