Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að það þurfi meiri tíma til að byggja upp betra lið og koma United í fremstu röð.
Á þremur sumrum hefur Ten Hag keypt leikmenn fyrir meira en 600 milljónir punda.
Forráðamenn United hafa því reynt að gera allt til þess að hjálpa Ten Hag að koma United aftur í fremstu röð.
Þeim hollenska hefur hins vegar mistekist og háværar gagnrýnisraddir heyrast nú eftir slæma byrjun á tímabilinu.
Dýrustu kaup Ten Hag eru á vini hans Antony sem kom með honum frá Ajax á 85 milljónir punda en hefur lítið getað.