Omar Berrada stjórnarformaður Manchester United segir að það komi ekki til greina að reka Erik ten Hag úr starfi.
United hefur farið mjög illa af stað í enska boltanum og tapað gegn Brighton og Liverpool í síðustu tveimur leikjum.
Berrarda kom til starfa í sumar hjá United frá Manchester City.
„Erik ten Hag hefur allan okkar stuðning, við unnum mjög náið saman í félagaskiptaglugganum,“ segir Berrada.
„Við munum halda áfram að vinna náið saman til að úrslitin fyrir liðið verði sem best.“
Ten Hag hefur ekki mikinn stuðning frá stuðningsmönnum United sem margir hverjir vilja þann hollenska burt.