Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir að ummæli Jamie Carragher á sunnudag um Casemiro séu skammarleg.
Casemiro átti slakan dag á miðsvæðinu hjá United í 0-3 tapi gegn Liverpool. Eftir leik sagði Carragher að Casemiro ætti hreinlega að hætta í fótbolta, það voru hans ráð til Casemiro.
„Ég heyrði Carragher segja að hann að hann ætti að hætta áður en fótboltinn myndi yfirgefa hann, það eru skammarleg ummæli,“ segir Ferdinand.
“Leave the football before the football leaves you”@23_carra you’re out of order! #MUFC#CASEMIRO pic.twitter.com/ryz0f4gaym
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) September 2, 2024
Casemiro hafði byrjað tímabilið vel en átti afar slakan leik gegn Liverpool.
„Þetta er svo mikil óvirðing við mann sem hefur unnið það sem Casemiro hefur unnið, það er eitthvað meira þarna en bara það að hann eigi nokkur mistök.“
„Ef þú skoðar leikina tvo á undan Liverpool leiknum þá er hann einn besti leikmaður United. Það er einfalt að segja bara að hann sé búinn og of gamall.“
„Hann er látinn gera hluti hjá United sem hann var ekki keyptur til að gera, stýra hraða leiksins og senda langar sendingar.“