Victor Osimhen er mættur til Galatasaray og verður leikmaður liðsins út þessa leiktíð, hann kemur á láni frá Napoli.
Til að samþykja skiptin vildi Osimhen að Napoli myndi lækka klásúlu í samningi sínum, verður hún nú 75 milljónir evra.
Framherjinn verður lánaður til Galatasaray sem mun taka yfir launapakka hans.
Galatasaray mun sjá um launapakka framherjans sem vildi fara til Chelsea en hann náði ekki saman við enska liðið.
Osimhen gat farið til Sádí Arabíu en stökk ekki á það, þegar glugginn lokaði svo á Ítalíu á föstudag var Osimhen hent út úr hóp. Hann fær því ekki að spila þar.
🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.
Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.
Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.
No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024