Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu hefur lokað en þrátt fyrir það eru mörg stór nöfn enn að leita að vinnu.
Adrien Rabiot ákvað að yfirgefa Juventus í sumar og bíður eftir rétta tilboðinu.
Memphis Depay fór frá Atletico Madrid og er enn atvinnulaus, sömu sögu má segja um Anthony Martial sem fór frá Manchester United.
Dele Allir er frjáls ferða sinna eftir að hafa farið frá Everton og sömu sögu má segja um Mats Hummels sem fór frá Dortmund.
Hér að neðan er listi yfir stór nöfn sem geta komið frítt til félaga þrátt fyrir að glugginn sé lokað.
Geta komið frítt:
Adrien Rabiot
Anthony Martial
Memphis Depay
Wissam Ben Yedder
Alex Telles
Andre Gomes
Dele Alli
Mats Hummels
Miralem Pjanic
Ivan Perisic