Tommy Rowe er lítið þekkt stærð en hann var samt sem áður að ganga frá samningi við Manchester United.
Rowe er 35 ára gamall en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá U21 árs liði félagsins.
Áður hafa Tom Huddlestone og Paul McShane verið í þessu hlutverki í varaliði félagsins.
Rowe lék síðast með Doncaster en hann yfirgaf Manchester United árið 2003 þá aðeins 14 ára gamall.
Rowe hefur spilað 650 leiki á ferlinum fyrir Peterborough, Bristol City, Stockport og fleiri lið.