fbpx
Mánudagur 16.september 2024
433Sport

Líkur á að Aron Einar hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Þór í bili

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2024 14:00

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er líklegt að Aron Einar Gunnarsson hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Þór í bili.

Aron samdi við Þór á dögunum og hefur spilað síðustu leiki með liðinu í Lengjudeildinni.

Frá upphafi hefur verið planið að Aron fari á láni erlendis og verði þar í vetur, hann mætir svo aftur heim næsta vor og heldur áfram að spila með uppeldisfélaginu.

Aron er 35 ára gamall og hefur verið sterklega orðaður við Kortrijk í Belgíu þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Þá hafa lið í Katar sýnt því áhuga á að semja við Aron sem lék lengi vel með Al-Arabi þar í landi og hefur gott orðspor í boltanum þar eftir dvöl sína þar.

Aron Einar hefur nokkra daga til að semja við lið úti og búast forráðamenn Þórs við því að Aron fari út á allra næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Musiala hafnar nýju tilboði Bayern – Endar hann hjá City?

Musiala hafnar nýju tilboði Bayern – Endar hann hjá City?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik spólaði yfir nágrana sína í síðari hálfleik

Breiðablik spólaði yfir nágrana sína í síðari hálfleik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki lengi að bæta met Haaland

Ekki lengi að bæta met Haaland
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setti óheppilegt met í ensku úrvalsdeildinni – Enginn hefur spilað jafn oft í röð án þess að vinna

Setti óheppilegt met í ensku úrvalsdeildinni – Enginn hefur spilað jafn oft í röð án þess að vinna