Alvaro Morata segist hafa flúið Spán til að losna við rætnar sögur eftir skilnað hans og Alice Campello.
Það kom mörgum á óvart þegar spænski framherjinn og Alice greindu frá því á dögunum að þau væru að skilja.
Marca á Spáni hefur haldið því fram að ástæðan fyrir skilnaðinum séu rifrildi Morata og Alice eftir úrslitaleik Evrópumótsins. Alice á að hafa bannað fjölskyldu Morata að mæta inn á völlinn eftir leik til að fagna með honum.
Þá átti Morata að hafa verið í skemmtun þar sem hann í nánu samtali við aðra konu.
„Ég er svo þreyttur á fólki að tala um að ég hafi ekki verið trúr henni. Það er ósatt,“ segir Morata.
Morata fór frá Atletico Madrid til AC Milan í sumar. „Ég hef ekki talað við neinu konu eftir að sambandi okkar lauk afa virðingu við hana. Svona sögu eru bull.“
„Ég er mjög leiður, ég flúði Spán því ég get ekki setið undir þessum sögum. Ég og Alice eigum gott samband af því að við eigum fjögur börn saman,“ segir Morata.