Chris Smalling er nýjasta stjarnan í fótboltanum í Sádí Arabíu en hann hefur samið til tveggja ára við Al-Fayha.
Smalling kemur til liðsins frá Roma en þar hefur hann verið síðustu ár, hann var áður hjá Manchester United.
Smalling er öflugur varnarmaður en hann er einn af mörgum sem hefur ákveðið að taka góðan launatékka í Sádí Arabíu.
Fátt er um þekktar stærðir í leikmannahópi Al-Fayha en þjálfari liðsins er sá gríski, Christos Kontis.
Al-Fayha endaði í níunda sæti Ofurdeildarinnar í Sádí á síðustu leiktíð.
🔐🇸🇦 Chris Smalling and his agent James Featherstone affer signing two year deal at Al-Fayha FC in Saudi. pic.twitter.com/h95tail3v6
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024